Upplýsingar um Volcano House

Volcano House er lítið jarðfræði- og eldfjallasafn í á Tryggvagötu 11, steinsnar frá Ingólfstorgi og beint á móti gömlu höfninni. Volcano House Býður aðallega upp á þrennt: Steinasafn, Heimildamyndasýningu og Verslun.

Steinasafnið

Í Volcano House er steinasýning, þar sem fólk getur komið og skoðað steina úr íslenskri náttúru ásamt mörgum tegundum af ösku, vikri og hrauni. Það má snerta flest í steinasýningunni okkar, og við leggjum áherslu á að bjóða áhugasömum upp á ókeypis skoðunarferðir þar sem við segjum ennþá betur frá mununum. Einnig eru ljósmyndir og upplýsingar um flest vel þekktu gosin, t.d. Vestmannaeyjagosið 1973 og Eyjafjallajökulsgosið 2010. Sýningarrýmið er alls ekki stórt, en það er þétt pakkað af athyglisverðum hlutum.

Ólíkt því sem gerist á öðrum söfnum og sýningum hvetjum við gesti okkar til að snerta og handleika steinanna og upplifa þannig leyndardóm hvers steins fyrir sig, því flestir eru þeir á opnum borðum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Hluti steinasafnsins kemur frá Jóel Jóhannsyni og bróður hans sem hafa í áratugi safnað steinum úr íslenskri náttúru. Volcano House hefur notið samstarfs Guðrúnar Larsen jarðfræðings en sérsvið hennar er eldfjalla- og gjóskulagafræði. Hún hefur aðstoðað okkur við að safna jarðsýnum og gjósku á sýninguna.

Við höfum líka fengið ýmsar gjafir frá áhugafólki um jarðfræði. Til dæmis bárust okkur mjög merkilegar bombur eða steinkúlur. Það eru steinar sem koma djúpt úr iðrum jarðar í eldgosum; þeir þeytast í loft upp og verða kúlulaga. Þessar tilteknu bombur eru úr eldgosinu 1724-1729 í Víti í Mývatnssveit.

Á sýningunni er stór merkilegur vikur sem kom úr Heklugosi sem varð fyrir um 3000 árum síðan, það eru þrjár ólíkar tegundir með ólíka áferð, liti og efnasamsetningu, en allt úr sama gosinu.

Heimildamyndasýningin

Heimildamyndasýningin okkar samanstendur af tveimur myndum um fræg eldgos á Íslandi. Myndirnar eru sérstaklega framleiddar fyrir okkur og hvergi sýndar annars staðar. Fyrri kvikmyndin fjallar um eldgosið í Heimaey árið 1973 og hvaða afleiðingar það hafði í för með sér fyrir íbúa eyjunnar. Síðari myndin er um eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og önnur stór eldgos sem orðið hafa á Íslandi. Þessi kvikmynd var tilnefnd til Emmy verlauna fyrir framúrskarandi myndatöku. Heildar sýningartími á báðum myndunum saman er 53 mínútur.

Kvikmyndirnar eru að öllu jöfnu sýndar á ensku, en á íslensku á laugardögum kl 20:00 og Sunnudögum kl 15:00. Einnig er hægt er að panta sýningar á þýsku, frönsku og íslensku. Á sumrin eru sýningar á þýsku kl. 18.00

Leigðu sýningarsalinn undir fyrirlestur eða kvikmyndasýningu
Yfir vetrartímann hægt að leigja sýningarsalinn til einkanota. Salurinn tekur 60 manns í sæti og er búinn helstu nútímatækni. Fáið nánari upplýsingar með  tölvupósti á netfangið info@volcanohouse.is

Verslun
Í Volcano House er einnig verslun sem selur vörur er tengjast jarðfræði og náttúru Íslands, bækur, kort, heimildamyndir og annað sem gæti hugnast jarðfræðiáhugafólki, auk minjagripa og íslensks handverks.

Vantar þig skemmtilega gjöf?

Kíktu við í Eldstöðinni ef þig vantar skemmtilega gjöf fyrir vini erlendis. Ef þú lumar á vörum sem gætu hentað til sölu hjá okkur máttu einnig hafa
info@volcanohouse.is.

Contactez la Maison du Volcan

Your Name (required)

Your Email (required)

Subject

Your Message